Enski boltinn

Rangers búið að bjóða Gerrard starf

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Steven Gerrard og Jurgen Klopp.
Steven Gerrard og Jurgen Klopp. Vísir/Getty
Knattspyrnustjórastaða Glasgow Rangers býður eftir Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool og núverandi knattspyrnustjóra unglingaliðs Liverpool, samkvæmt heimildum BBC í Skotlandi.

Rangers hefur haft samband við umboðsmenn og fulltrúa Gerrard og sagt hann vera manninn sem félagið vill fá í stjórastöðuna.

Rangers er undir stjórn Graeme Murty en samningur hans var aðeins út tímabilið og skoska stórveldið vill fá nýjan mann í brúna.

„Hvað sem hann vill gera þá munum við styðja hann, það er engin spurning. Ég get ímyndað mér að félög vilji fá Stevie, hann er gífurlega reynsluríkur leikmaður og ég myndi sjálfur hugsa um að fá hann ef ég væri forráðamaður félags,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri aðalliðs Liverpool, á blaðamannafundi í dag.

Fari Gerrard til Glasgow hittir hann þar fyrir fyrrum stjóra sinn Brendan Rodgers sem er við stjórnvöllinn hjá erkifjendunum í Glasgow Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×