Kane á skotskónum er Tottenham steig stórt skref í átt að Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane var á skotskónum í kvöld.
Kane var á skotskónum í kvöld. Vísir/afp
Tottenham fór langleiðina með að tryggja sér Meistaradeildarsæti með 2-0 sigri á Watford á Wembley í kvöld í síðasta leik 36. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrsta markið kom á 16. mínútu er Dele Alli skoraði eftir undirbúning hins danska Christian Eriksen. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Harry Kane tvöfaldaði forystuna á 48. mínútu með sínu 27. marki á tímabilinu en hann er fjórum mörkum á eftir Mohamed Salah sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar yfir flest mörk skoruð.

Tottenham er í fjórða sætinu með 71 stig, fimm stigum á undan Chelsea sem er að berjast við þá um síðasta sætið í Meistaradeildarsæti. Liðin eiga bæði þrjá leikinn eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira