Flugeldasýning í síðasta heimaleik Wenger

Wenger þakkar fyrir sig.
Wenger þakkar fyrir sig. vísir/afp
Arsene Wenger stýrði Arsenal í síðasta skipti á heimavelli í dag er liðið gjörsigraði Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley 5-0.

Liðin stóðu heiðursvörð fyrir leikinn en Wenger hættir hjá Arsenal í sumar. Þetta var hans síðasti heimaleikur með liðið en um næstu helgi spilar liðið við Huddersfield á útivelli. Það verður síðasti leikur Wenger.

Leikmenn Arsenal voru staðráðnir í því að kveðja Wenger með alvöru gjöf á heimavelli en Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir strax á fjórtándu mínútu.

Þannig virtist staðan ætla að vera í hálfleik en skömmu fyrir hlé tvöfaldaði Alexandre Lacazette muninn. 2-0 í hálfleik og flóðgáttirnar áttu bara eftir að opnast.

Send Kolasinac kom Arsenal í 3-0 á 54. mínútu, Alex Iwobi skoraði fimmta markið á 64. mínútu og Aubameyang rak síðasta naglann í líkkistu Burnley á 75. mínútu.

Lokatölur 5-0 og Arsenal tryggði sér þar með sjötta sætið. Eftir 1-1 jafntefli Everton í gær var ljóst að Burnley hafi tryggt sér Evrópusæti en þeir eru í sjöunda sætinu með 54 stig. Magnaður árangur. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira