Enski boltinn

Brighton vill láta rannsaka möguleg apahljóð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bong fékk ekki góðar móttökur frá stuðningsmönnum Burnley
Bong fékk ekki góðar móttökur frá stuðningsmönnum Burnley vísir/getty
Brigthon hefur beðið lögregluyfirvöld í Englandi um að hefja rannsókn á hegðun stuðningsmanna Burnley í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og skoða hvort apahljóðum hafi verið beint að leikmönnum liðsins.

Baulað var á varnarmannin Gaetan Bong allan leikinn vegna deilu hans og Jay Rodriguez fyrr á árinu. Bong sakaði Rodriguez um kynþáttaníð en ekki var hægt að sannreyna þær ásakanir og málið féll niður.

Rodriguez spilar fyrir West Bromwich Albion í dag en var áður leikmaður Burnley.

Chris Hughton, knattspyrnustjóri Brighton, sagði baulið til skammar og enska knattspyrnusambandið gaf út yfirlýsingu þar sem sagði að slík hegðun væri óásættanlegt. Sambandið virðist þó ekki ætla að taka neinar frekari aðgerðir í málinu.

Brighton hefur hins vegar farið fram á það við lögregluyfirvöld í Sussex og Lancashire að rannsaka málið og sjá hvort apahljóðum hafi verið beint að Bong og öðrum leikmönnum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×