Enski boltinn

Zlatan segist sakna United og Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan var einn mikilvægasti leikmaður United á síðasta tímabili en er nú farinn til Bandaríkjanna
Zlatan var einn mikilvægasti leikmaður United á síðasta tímabili en er nú farinn til Bandaríkjanna vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic segist sakna Manchester United og knattspyrnustjórans Jose Mourinho, en hann færði sig yfir til Los Angeles fyrr á þessu ári og spilar nú þar fyrir lið LA Galaxy.

United setti myndbandskveðju frá Zlatan á Twitter síðu sína í tengslum við verðlaunakvöld félagsins sem var haldið í gærkvöld.

„Ég vil segja við alla stuðningsmennina að ég sakna ykkar. Ég sakna þess að spila á Old Trafford og sjá allar rauðu treyjurnar í stúkunni. Ég á margar frábærar minningar þaðan,“ sagði Zlatan í myndbandinu.

„Ég vil þakka öllum fyrir alla orkuna og adrenalínið sem þið gáfuð mér. Ég vil þakka liðsfélögunum, þið voruð frábærir og gerðu mér auðvelt fyrir. Stjóri, ég sakna þín líka. Þú veist hvað þú þarft að gera, það er ekkert leyndarmál.“



 

Ibrahimovic gaf sína skoðun á því hver væri leikmaður ársins og sagði hann David de Gea eiga þann heiður skilinn, þrátt fyrir að „markmaður eigi ekki að vera valinn leikmaður ársins.“

Spánverjinn vann verðlaunin fyrir leikmann ársins í fjórða skipti, en hann tók þau árin 2014, 2015 og 2016 og er eini leikmaðurinn í sögu United sem hefur unnið þau verðlaun fjórum sinnum.



 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×