Enski boltinn

Stoke sendi Jese aftur til Spánar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jese í leik gegn Manchester City
Jese í leik gegn Manchester City vísir/getty
Stoke hefur gefið Jese Rodriguez leyfi til þess að snúa aftur til heimalandsins til þess að vera hjá veikum syni sínum og sleppa síðustu leikjum liðsins á tímabilinu.

Rodriguez kom til Stoke síðasta sumar á láni frá Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain. Hann byrjaði tímabilið mjög vel en hefur verið í erfiðleikum upp á síðkastið og hefur ekki spilað síðan í mars.

„Til þess að svara umræðunni í fjölmiðlum í kringum Jese Rodriguez viljum við staðfesta það að félagið hefur gefið honum leyfi til þess að fara í ólaunað leyfi það sem eftir er tímabilinu vegna persónulegra ástæðna og mun hann því ekki snúa aftur til Stoke það sem eftir er af lánssamningi hans,“ sagði í tilkynningu félagsins.

Stoke á tvo leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins þremur stigum frá Swansea í 17. sætinu en með mun verri markatölu jafnframt sem Swansea á leik til góða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×