Innlent

Borgaraleg skylda okkar að veita lífsýni og deila heilsufarssögum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Í dag fór fram stofnfundur norrænna samtaka einstaklingsmiðaðra lækninga, en eins og svo oft áður er Ísland leiðandi á þessu sviði. Þar hélt Myles Axton ritstjóri tímaritsins Nature Genetics, meðal annars ræðu. Hann hafði orð á því að það væri borgaraleg skylda okkar að veita lífsýni og deila heilsufarssögum til að auka við þekkingu á sjúkdómum.

Til fundarins komu mannerfðafræðingar og heilbrigðisstarfsfólk frá norðurlöndunum sem um árabil hafa stundað rannsóknir í því skyni að nýta erfðafræðilegar upplýsingar til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma.

Axton segir tilgang samtakanna að búa til umgjörð um samvinnu skandinavískra landa á erfðafræðilegum- sem og umhverfislegum þáttum sjúkdóma og hjálpa þar með fólki að nýta þessa þekkingu til betri heilsu. Þá segir hann mikilvægt að til séu lífsýni úr ólíkum einstaklingum víðsvegar um heiminn.

Þá segir hann Ísland vera í fremstu línu á sviði erfðarannsókna. Enda hafi Ísland þá sérstöðu að vera skrefi á undan norðurlöndunum í erfðarannsóknum.

Markmið samtakanna er að auka þekkingu mannsins á sjálfum sér og hjálpa manninum að nota slíka þekkingu til að takast á við sjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×