Innlent

Foreldrar finna ekki börn sín vegna ösku

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Töluvert mannfall varð vegna gossins í Fuego-eldfjallinu síðastliðin sunnudag. Yfirvöld hafa staðfest að tæp hundrað manns séu látnir en hátt í tvö hundruð annarra er enn saknað. Eldfjallið umrædda er um 25 kílómetra suður af höfuðborginni. Þá segir prófessor í jarðeðlisfræði að gosið í Guatemala hafi getað orðið án manntjóns hefði það runnið niður annað gil.

„Það sem veldur óhamingjunni allri er að þorp voru í vegi fyrri þessu gjóskuflóði. Hefði flóðið runnið niður annað gil, hefði þetta gos átt sér stað án manntjóns,“ segir Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Þá segir hann gos sem þessi ekki sjaldgæf, enda var gosið lítilsháttar, en mannfallið mikið vegna byggðar nálægt fjallinu.

„Gosið í Grímsvötnum 2011 var talsvert stærra en umrætt gos í Guatemala. Hefði verið þorp í Grímsvötnum hefðum við séð svipaða sjón og í Guatemala. Þá má ekki gleyma því að íslensk eldfjöll geta vissulega framkallað hamfarir.“

Karina Maybely Orellana Rojas er frá Guatemala, en búsett hér á landi. Öll stórfjölskylda hennar býr úti, þar á meðal foreldrar og bræður. Hún segir aðstæður hræðilegar. „Lík fólks liggur á götum úti og foreldrar finna ekki börn sín vegna ösku. Hús frænku minnar er á kafi í ösku en hún slapp sjált.“

Katarina hefur sett af stað söfnun í ljósi aðstæðna í Guatemala. Hægt er að leggja henni lið hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×