Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar tvö

Heimir Már Pétursson skrifar
Í kvöldfréttum segjum við frá því að stjórnvöld hafa ákveðið að endurnýja tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar fyrir áramót, fjórum árum fyrr en áætlað hafði verið. Forstjóri Gæslunnar segir að með þessu sé stigið skref inn í framtíðina.

Stærsta flugfélag heims, American Airlines hóf beint áætlunarflug hingað til lands frá Dallas í Bandaríkjunum í dag. Við ræðum við sölustjóra félagsins.

Samkomulag er að nást um afgreiðslu mála á Alþingi fyrir þinghlé. Þing starfar væntanlega fram á þriðjudag.

 

Þá fylgjumst við með bændum í Flóanum sem opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×