Innlent

Ísland friðsælasta ríki heims

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ísland hefur undanfarin ár vermt efsta sæti lista GPI.
Ísland hefur undanfarin ár vermt efsta sæti lista GPI. vísir/vilhelm
Ísland er friðsælasta ríki heims samkvæmt úttekt Global Peace Index fyrir árið 2018 sem kom út í gær, en Ísland hefur verið efst á lista GPI yfir frið í ríkjum heims undanfarin ár.

Er þetta í tólfta sinn sem úttekt GPI á friði í heiminum er gefin út en skýrslan í ár sýnir að meiri ófriður er í heiminum nú en nokkru sinni á síðastliðnum tíu árum.

Skýrsla GPI er byggð á mælingum á alls 23 mismunandi þáttum. Þeim mælingum er síðan skipt niður í þrjá hluta sem taka til öryggis, átaka og hernaðar.

Ísland er eins og áður segir friðsælasta ríkið en í næstu sætum á eftir koma Nýja-Sjáland, Austurríki, Portúgal og Danmörk. Mesti ófriðurinn er í Sýrlandi, líkt og verið hefur undanfarin ár samkvæmt mælingum GPI, og þá eru Afganistan, Suður-Súdan, Írak og Sómalía einnig við botn listans.

Alls 163 ríki eru á lista GPI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×