Lífið

Nennir ekki vera á sífelldu ferðalagi og segir upp

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Matt Le Blanc segir upp sem þáttastjórnandi Top Gear.
Matt Le Blanc segir upp sem þáttastjórnandi Top Gear. visir/getty
Bandaríski leikarinn Matt Le Blanc sem er þekktur fyrir að leika Joey í gamanþáttunum Friends, er orðinn þreyttur á því að vera á sífelldu heimshornaflakki sem fylgir störfum hans í þáttunum Top Gear og hefur hann ákveðið að stíga til hliðar. Hann hefur verið þáttastjórnandi Top Gear sem sýndir eru í breska ríkissjónvarpinu BBC.

Le Blanc, sem er fimmtugur, segir í yfirlýsingu:

„Auknar skuldbindingar og sífelld ferðalög taka frá mér þann tíma sem ég hefði að öðrum kosti varið með fjölskyldunni minni og vinum og ég hef ekki kunnað við það.“

Það er vegna þessa sem ég því miður ekki haldið áfram í þáttunum. Ég mun þó ávallt vera aðdáandi Top Gear og ég óska teyminu sem að þáttunum stendur áframhaldandi velgengni. Takk fyrir frábæran bíltúr.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×