Innlent

Ungar og upprennandi sirkusstjörnur leika listir sínar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sirkus Íslands fagnar tíu ára afmæli í ár en krakkar sem nú sækja námskeið Æskusirkusins eru sammála um að loftfimleikar, húllahopp og gripl sé meðal þess skemmtilegasta sem þau hafi lært.

Þessar ungu og upprennandi sirkusstjörnur æfa grunntæknina í hinum ýmsu listum en fréttastofa leit við á æfingu í Ármannsheimilinu í dag. Það er ljóst að krakkarnir hafa ýmislegt lært og voru þau til að mynda ekki lengi að raða sér upp í mennskan píramída. „Mér finnst skemmtilegast að „juggla“ og vera með fjöður,“ segir Fróði Þrastarson sem tekur þátt í námsskeiðinu, og þau Embla Dís og Hákon Árni taka í sama streng.

Þær Hafrún, Selma og María spreyttu sig í loftfimleikum en aðspurðar kveðjast þær ekki vissar hvort þeim hugnist frami innan sirkusins í framtíðinni. Þær Iðunn Fjóla, Tanja Líf og Tinna Líf segja listir með fjöður meðal annars standa upp úr en aftur á móti sé flest allt skemmtilegt sem þær hafi prófað á námskeiðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×