Innlent

Elds­upp­tök í eða við raf­mótor við fóður­gjafa­búnað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá slökkvistarfi í nótt.
Frá slökkvistarfi í nótt. vísir/jóhann k. jóhannsson
Lögregla hefur nú lokið vinnu á vettvangi bruna í fiskeldisstöð í Ölfusi frá því í nótt.

Að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi er eldsupptakastaður er í eða við rafmótor við fóðurgjafabúnað.

Var hluti þess búnaður haldlagður til frekari rannsóknar hjá sérfræðingi Mannvirkjastofnunar.

Mikið tjón varð í brunanum en í húsinu var starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax. Starfsmenn voru ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp um miðnætti í nótt en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin.

Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi voru kallaðir út vegna brunans. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikill eldur var í húsinu sem líklega hafði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um það þegar að var komið.

Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt.






Tengdar fréttir

Rannsaka vettvang að Núpum í dag

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúi Mannvirkjastofnunar hefja nú með morgninum vettvangsrannsókn að í fiskeldisstöð að Núpum í Ölfusi þar sem stórbruni varð í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×