Innlent

Rannsaka vettvang að Núpum í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. vísir/jóhann k. jóhannsson
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúi Mannvirkjastofnunar hefja nú með morgninum vettvangsrannsókn að í fiskeldisstöð að Núpum í Ölfusi þar sem stórbruni varð í nótt.

Vísir greindi ítarlega frá málinu í nótt en eldurinn kom upp um miðnætti í gærkvöldi. Tilkynning barst neyðarlínu klukkan 00:34 frá vegfaranda sem sá loga upp úr húsinu.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að slökkvistarf hafi gengið vel en ljóst sé að tjón sé mikið.

Hefur rekstraraðila verið heimilaður takmarkaður aðgangur að hluta hússins ef ske kynni að hægt væri að bjarga einhverju af þeim fiski sem þar er í eldi. Er vettvangurinn að öðru leyti lokaður fyrir umferð.

 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×