Innlent

Þyrlan sótti slasað fólk eftir bílslys nærri Vatnsdalshólum

Kjartan Kjartansson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Ernir
Fjórir slösuðust í hörðum árekstri á þjóðvegi 1 vestan við Vatnsdalshóla í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar fluttir þrjá þeirra á sjúkrahús í Reykjavík.

Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins átti slysið sér stað nærri afleggjara að uppsölum, rétt vestan við Vatnsdalshóla um hálf sex leytið í kvöld. Fjórir hafi slasast en fólkið hafi allt verið með meðvitund og vel áttað.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólkið á flugvöllinn á Blönduósi og lenti við Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan hálf níu í kvöld, samkvæmt upplýsingum Gæslunnar. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsl fólksins eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×