Innlent

Áhyggjur af slæmri umhirðu kirkjugarða vegna fjárskorts

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, Þórsteinn Ragnarsson, hefur áhyggjur af slæmri umhyrðu krikjugarða vegna fjárskort. Hann segir að verði fjármagn ekki aukið, stefni í að loka þurfi rekstri líkhúsa og bænahúsa.

Síðastliðin 10 ár hefur þurft að fækka sumarstarfsmönnum sem sjá um umhirðu i kirkjugörðunum Reykjavíkur úr 160 niður í 60 manns. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á útlit garðanna.

Undanfarin ár hafa kirkjugarðarnir glímt við rekstrarvanda sem reynt hefur verið að bregðast við með niðurskurði. Nú er ástandið orðið mjög sjáanlegt en illgresi á borð við fífla og arfa læðist upp eftir fjölda legsteina.

„Allur mannskapurinn, þessi 60, eru við það að slá að mest megnis og þá verða eftir runnar og beð og því um líkt sem situr á hakanum“ segir Þórsteinn.

Ef fram haldi sem horfir stefnir í að þurfi að draga enn frekar úr umhirðu garðanna og hætta þjónustu sem ekki er lögbundinn eins og til dæmis rekstri líkhúsa og athafnarýma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×