Fótbolti

Endurkomusigur City gegn Bayern

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guardiola stillti upp mjög ungu liði í dag, sex leikmenn undir tvítugu voru í byrjunarliðinu.
Guardiola stillti upp mjög ungu liði í dag, sex leikmenn undir tvítugu voru í byrjunarliðinu. Vísir/Getty
Manchester City vann 3-2 sigur á Bayern München í vináttuleik í nótt eftir að hafa lent 2-0 undir á innan við hálftíma.

Eftir aðeins 25 mínútur af leiknum sem fór fram í Miami í Bandaríkjunum í nótt var Bayern komið í 2-0. Meritan Shabani og Arjen Robben skoruðu mörk Þýskalandsmeistaranna.

Vond staða varð svo enn verri fyrir Englandsmeistarana þegar Riyad Mahrez, sem liðið keypti fyrir 60 milljónir punda frá Leicester í sumar, meiddist og þurfti að fara af velli.

Í stað Mahrez kom inn á völlinn Portúgalinn Bernardo Silva. Hann skoraði fyrsta markið í endurkomu City og hinn 19 ára gamli Lukas Nmecha jafnaði leikinn.

Það var svo Silva sem tryggði City sigurinn.

Lið City snýr nú aftur til Englands þar sem liðið mætir Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×