Fótbolti

Björn Bergmann skoraði sigurmarkið í sigri Rostov

Dagur Lárusson skrifar
Björn Bergmann í baráttunni á HM.
Björn Bergmann í baráttunni á HM. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarsson skoraði eina mark leiksins í sigri Rostov á FK Akhmat í rússnesku deildinni í dag.

 

Íslendingarnir þrír, Björn Bergmann, Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason voru allir í byrjunarliði Rostov.

 

Allt stefndi í það að fyrri hálfleikurinn yrði markalaus en þá steig Björn Bergmann fram og skoraði og kom sínum mönnum yfir.

 

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna en það náðist ekki og því fögnuðu liðsmenn Rostov í leikslok. Þeir Ragnar og Sverrir spiluðu allan leikinn í hjarta varnarinnar á meðan Björn Bergmann var tekinn útaf þegar um stundarfjórðungur var eftir.

 

Þetta var fyrsti leikur Rostov í rússnesku deildinni í vetur og þar með fyrsta mark Björns í deildinni. 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×