Enski boltinn

Chelsea hafði betur gegn Inter

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Chelsea hafði betur gegn Inter Milan í æfingaleik liðanna í Bandaríkjunum en leikurinn endaði með vítaspyrnukeppni.

 

Það var Pedro Rodriquez sem kom Chelsea yfir snemma leiks eða á 8. mínútu og var staðan þannig í hálfleik.

 

Inter Milan var þó ekki lengi að jafna metin í seinni hálfleiknum en það gerðist á 49. mínútu þegar Roberto Gagliardini skoraði.

 

Leikurinn endaði 1-1 og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar var það Chelsea sem hafði betur 5-4 og Sarri og hans menn fögnuðu því sigri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×