Enski boltinn

Everton og Barcelona náð samkomulagi vegna Digne

Dagur Lárusson skrifar
Lucas Digne í baráttunni.
Lucas Digne í baráttunni. vísir/getty
Everton og Barcelona hafa náð samkomulagi um bakvörðinn Lucas Digne sem hefur átt erfitt uppdráttar undir Ernesto Valverde hjá Barcelona.

 

Samkomulagið er talið vera uppá 19,5 milljónir punda en þessi 25 ára gamli leikmaður spilaði aðeins tuttugu sinnum fyrir Barcelona á síðustu leiktíð sem átti þátt í því að hann komst ekki á HM.

 

Lucas Digne byrjaði vel hjá Barcelona undir Luis Enrique en Valvarde hefur lítið vilja færa Jordi Alba úr bakvarðarstöðunni.

 

Lucas Digne er talinn eiga að leysa Leighton Baines að hólmi í vinstri bakvarðarstöðunni í hjá Everton en hann verður 33 ára á árinu.

 

Gangi þessi félagsskipti í gegn verður Digne annar leikmaðurinn sem Everton fær til sín í sumar en fyrr í vikunni staðfesti félagið komu Richarlison frá Watford.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×