Enski boltinn

Wolves vill kaupa Rojo frá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rojo í leik Argentínu og Íslands á HM í Rússlandi
Rojo í leik Argentínu og Íslands á HM í Rússlandi Vísir/Vilhelm
Forráðamenn Wolves ætla sér að kaupa Marcos Rojo frá Manchester United fyrir 25 milljónir punda samkvæmt frétt breska blaðsins Telegraph.

Manchester United hefur sent Leicester formlega fyrirspurn um miðvörðinn Harry Maguire og vill Wolves nýta sér komu Maguire til þess að styrkja sína varnarlínu.

Jose Mourinho þarf að losa sig við einn varnarmann til þess að koma nýjum varnarmanni fyrir og er Rojo talinn vera líklegastur til þess að yfirgefa félagið.

Argentínumaðurinn skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við United í mars en þrátt fyrir það er Mourinho tilbúinn til þess að láta hann fara.

Wolves kom upp í úrvalsdeildina í vor og hefur nú þegar bætt við sig fjórum leikmönnum.


Tengdar fréttir

United spurðist fyrir um Maguire

Leicester hefur borist fyrirspurn frá Manchester United varðandi möguleg kaup á enska varnarmanninum Harry Maguire. SkySports staðfesti þetta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×