Fótbolti

Var orðaður við Chelsea en endaði hjá Mónakó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Golovin er farinn til Frakklands.
Golovin er farinn til Frakklands. vísir/getty
Aleksandr Golovin verður ekki samherji Harðar Björgvins Magnússonar á næsta tímabili hjá CSKA Moskvu því hann er genginn í raðir Mónakó.

Lengi vel var þessi 22 ára gamli miðjumaður orðaður við Chelsea í sumar en að endingu samdi hann við franska stórliðið.

Golovin var frábær á HM með Rússlandi í sumar, þar sem liðið fór alla leið í átta liða úrslit, en tapaði fyrir silfurliði Króata.

„Ég er mjög ánægður að skrifa undir hjá AS Monaco. Þetta er ný áskorun fyrir mig. Ég hlakka mjög til að hitta teymið og leikmennina og koma mér í gang," sagði Golovin við heimasíðu Mónakó.

Hann mun því ekki spila með Herði og félögum í CSKA sem unnu Ofurbikarinn í Rússlandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×