Erlent

Nýfætt barn fannst látið í flugvél

Sylvía Hall skrifar
Áhafnarmeðlimir ræddu við allar konur um borð þegar barnið fannst.
Áhafnarmeðlimir ræddu við allar konur um borð þegar barnið fannst. Vísir/Getty
Nýfætt barn fannst látið í flugvél AirAsia sem var á leið frá Guwahati í norðaustur Indlandi til höfuðborgarinnar Dehli. Áhafnarmeðlimir fundu barnið á klósetti vélarinnar stuttu fyrir lendingu.

Eftir að barnið fannst ræddu áhafnarmeðlimir við allar konur um borð í vélinni og játaði 19 ára gömul stúlka að hafa fætt barnið um borð. Hún sagðist ekki hafa vitað að hún væri ólétt.

Lögreglumenn segja konuna hafa verið komna rúma sjö mánuði á leið og fæddi barnið á baðherbergi vélarinnar þar sem hún skildi það eftir.

Beðið er eftir niðurstöðu krufningar, en konunni var meinað að fara um borð í flug sitt til Suður-Kóreu eftir að málið kom upp. Lögregla í landinu rannsakar nú málið.

Frétt BBC um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×