Enski boltinn

Robert Green til Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Robert Green í skýjunum
Robert Green í skýjunum vísir/getty
Chelsea hefur gert eins árs samning við enska markvörðinn Robert Green en hann kemur á frjálsri sölu eftir að hafa síðast verið á mála hjá Huddersfield Town.

Green kom ekkert við sögu hjá Huddersfield á síðustu leiktíð og hefur ekki spilað keppnisleik síðan hann lék alla leiki Leeds í ensku B-deildinni leiktímabilið 2016-2017. Hann lék síðast í úrvalsdeildinni leiktímabilið 2014-2015 þegar hann stóð á milli stanganna hjá QPR sem féll úr deildinni.

Þessi 38 ára gamli fyrrum landsliðsmarkvörður Englands mun líklega ekki spila marga leiki fyrir Chelsea enda er skýrt tekið fram að hann sé hugsaður sem varamaður fyrir Thibaut Courtois og Willy Caballero.

Hann lék 12 landsleiki fyrir England á árunum 2005-2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×