Erlent

Sprenging við sendiráð í Peking

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglumenn voru fljótir á vettvang.
Lögreglumenn voru fljótir á vettvang. Vísir/AFP
Lítil sprengja sprakk nærri bandaríska sendiráðinu í Peking nú í morgun. Að frátöldum sprengjumanninum, sem hlaut smávægilega áverka, slasaðist enginn í sprengingunni.

Lögreglan er sögð hafa verið fljót á vettvang og fóru myndbönd af miklum reyk á flug á samfélagsmiðlum. Þarlendir miðlar segja að um hafi verið að ræða mikinn hvell sem helst líktist öflugri þrumu.

Að sögn blaðamanns breska ríkisútvarpsins  í borginni virðist allt vera komið aftur í eðlilegt horf og þegar búin að myndast löng röð eftir vegabréfsáritunum.

Áður hafði verið greint frá því að kona hafi reynt að bera eld að sér nærri sendiráðinu í gærkvöldi. Ekki er vitað til þess að málin tvö tengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×