Enski boltinn

Martial farinn frá Bandaríkjunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford í stuði.
Rashford í stuði. vísir/getty
Anthony Martial, framherji Manchester United, hefur yfirgefið Manchester United í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð.

Ástæðan er sú að unnusta Martial er við það að eiga þeirra annað barn og United gefið honum grænt ljós að vera viðstæddur fæðinguna.

United á eftir að spila þrjá leiki í Bandaríkjunum; gegn AC Milan, Liverpool og Real Madrid en það er óvíst hvort að Martial snúi aftur til Bandaríkjanna.

Sögusagnir hafa verið um að Martial gæti verið á leið burt frá United en Dortmund, Chelsea og Bayern Munchen eru öll sögð áhugasöm um að fá Frakkann.

Martial gekk í raðir United fyrir þremur árum og var fastamaður í liðinu er Louis van Gaal var stjórinn en undir stjórn Jose Mourinho hefur hann ekki verið mikið notaður.

Hann hefur þó byrjað báða leiki United í Bandaríkjunum, gegn Club America og San Jose Earthquakes en honum hefur mistekist að skora í báðum leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×