Enski boltinn

Segir Liverpool líklegast til að veita Man. City samkeppni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Naby Keita lítur víst vel út.
Naby Keita lítur víst vel út. vísir/getty
Liverpool er líklegasta liðið til að veita Manchester City samkeppni um enska meistaratitilinn á næstu leiktíð að mati Dennis Wise, fyrrverandi fyrirliða Chelsea.

Liverpool hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili en hefur gert góða hluti á félagaskiptamarkaðnum og fengið til sín Fabinho, Xherdan Shaqiri, Naby Keita og Alisson Becker, dýrasta markvörð sögunnar.

„Þetta er liðið sem getur barist við City. Ég trúi því virkilega. Liverpool sýndi á köflum frábæra frammistöðu í fyrra. Það endaði vissulega í fjórða sæti í deildinni en komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Wise í samtali við Sky Sports.

„Það er kominn tími fyrir Klopp að gera almennilega hluti. Hann er búinn að kaupa fyrir 178 milljónir punda og fylla í þær stöður sem þurfti að fylla í.“

„Klopp er með frábært þríeyki í framlínunni. Mo Salah verður að eiga annað eins tímabili en fá aðeins meiri hjálp frá Sadio Mane og Roberto Firmino. Svo er Liverpool búið að bæta við gæðamönnum á borð við Shaqiri og Alisson sem var mikilvægt,“ segir Dennis Wise.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×