Enski boltinn

Búinn að vinna HM og ensku úrvalsdeildina en nú á leið í Fulham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Schurrle í leik með Dortmund.
Schurrle í leik með Dortmund. vísir/getty
Andre Schurrle, leikmaður Dortmund, er mættur til London þar sem hann er á leið í læknisskoðun hjá nýliðum Fulham.

Þetta herma heimildir Sky Sports en Fulham á að hafa haft betur í baráttunni við til að mynda félög eins og Crystal Palace og AC Milan.

Schurrle ferðaðist til London frá Bandaríkjunum þar sem Dortmund var í æfingaferð en þessi 27 ára gamli miðjumaður á að hafa hrifist af leikstíl liðsins í B-deildinni.

Hann er með reynslu úr úrvalsdeildinni en hann vann til að mynda ensku úrvalsdeildina með Chelsea 2015. Hann lék með liðinu frá 2013-2015.

Einnig var hann hluti af þýska landsliðinu sem vann HM sumarið 2014 í Brasilíu en hann hefur spilað með Dortmund síðan um mitt sumar 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×