Fótbolti

Kári samdi við Genclerbirligi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári er kominn til Tyrklands
Kári er kominn til Tyrklands mynd/genclerbirligi
Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við tyrkneska félagið Genclerbirligi. Liðið spilar í tyrknesku B-deildinni eftir fall úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Kári skrifaði undir eins árs samning við tyrkneska félagið.

Landsliðsmiðvörðurinn ætlaði að spila með Víkingi Reykjavík í sumar en það varð ekkert úr því.

Kári spilaði síðast með Aberdeen í Skotlandi og hann var í varnarlínu Íslands í tveimur af þremur leikjum á HM í Rússlandi.

Kári hittir fyrir Theodór Elmar Bjarnason í tyrknesku B-deildinni þar sem hann spilar með Elazigspor. Ólafur Ingi Skúlason var á mála hjá Genclerbirligi frá 2015-2016.


Tengdar fréttir

Logi: Óskum Kára góðs gengis

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×