Enski boltinn

Scholes: Guardiola gæti ekki horft upp á þessa spilamennsku sem þjálfari United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Scholes kunni sitthvað fyrir sér í boltanum.
Paul Scholes kunni sitthvað fyrir sér í boltanum. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er allt annað en ánægður með spilamennsku síns gamla liðs undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Scholes hefur ekki legið á skoðunum sínum síðan að hann hætti að spila og gerði það ekki í viðtali við beIN Sports um United-liðið og Mourinho.

United vann engan titil á síðustu leiktíð og spilaði oft mjög illa. Liðið tapaði í úrslitaleik enska bikarsins og tapaði fyrir Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Nú er liðið búið að gera tvö jafntefli í fyrstu leikjum æfingaferðarinnar til Bandaríkjanna og er ekki að spila vel. Mourinho sagði í gær að hann væri ekki með lið í höndunum heldur samansafn af einstaklingum.

„Hann lítur ekki út fyrir að vera ánægður. Kannski er hann ánægður en United-liðið var meira að kreista fram úrslit en að heilla með spilamennsku sinni í fyrra. Hann er kannski ánægður með það því þannig hefur Mourinho verið í gegnum tíðina,“ segir Scholes.





„Ef Pep Guardiola væri að þjálfa Manchester United myndi hann hata að horfa á þetta og hlutirnir væru öðruvísi. Það mikilvægasta fyrir Mourinho eru úrslitin og hann er dæmdur af þeim.“

Scholes gerði fátt annað en að vinna titla á tíma sínum sem leikmaður Manchester United en nú eru komin fimm ár síðan að liðið vann Englandsmeistaratitilinn og það verður erfiðara með hverju árinu.

„Það á ekkert lið rétt á að vinna titla en síðasta leiktíð var vonbrigði hjá United. Liðið spilaði bara ekki nógu vel í deildinni og það tapaði fyrir lélegu liði Sevilla í Meistaradeildinni,“ segir Scholes.

„Það er katastrófa á hverju tímabili sem United vinnur ekki titil. Þannig verður það þar til að Mourinho vinnur deildina en nú eru svo mörg góð lið


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×