Enski boltinn

Klopp finnur fyrir auknum væntingum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Klopp vonast eftir titli á komandi leiktíð
Klopp vonast eftir titli á komandi leiktíð vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kveðst finna fyrir auknum væntingum í kjölfar leikmannakaupa liðsins að undanförnu.

Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í ár og stuðningsmenn gera kröfu á að liðið vinni til verðlauna á komandi leiktíð.

„Þetta er rétt og fólk mun tala um það sem næsta skref fyrir okkur. Við verðum að vera tilbúnir fyrir það,“ segir Klopp.

Liverpool mun tefla fram dýrasta markmanni sögunnar eftir kaupin á Alisson frá Roma en liðið teflir einnig fram dýrasta varnarmanni sögunnar, Hollendingnum Virgil van Dijk. Þá hefur Liverpool einnig fengið þá Xherdan Shaqiri, Naby Keita og Fabinho til liðs við sig í sumar.

„Ég geri mér grein fyrir væntingunum og þær eru eðlilegar. Fyrst af öllu verðum við að spila fótbolta sem gefur okkur tækifæri á að vinna eitthvað. Við getum ekki talað um að vinna til verðlauna áður en tímabilið byrjar,“ segir Klopp.



Klopp tók við Liverpool árið 2015 og hefur enn ekki tekist að vinna til gullverðlauna hjá félaginu.

Liverpool hefur leik í ensku úrvalsdeildinni sunnudaginn 12.ágúst næstkomandi þegar West Ham kemur í heimsókn á Anfield.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×