Enski boltinn

Sane: Chelsea verður helsta ógn City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sane í leik með City í fyrra.
Sane í leik með City í fyrra. vísir/getty
Leroy Sane, vængmaður Manchester City, segir að Chelsea verði helsta ógn Chelsea á næsta tímabili. Hann segir að með nýjum stjóra verði þeir góðir á ný.

Chelsea endaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og var 30 stigum á eftir meisturunum en Sane heldur að ferskir vindar verði á næsta tímabili hjá Chelsea.

„Ég held að það varði Chelsea því þeir eru komnir með góðan stjóra,” sagði Sane aðspurður um helstu ógn City á næstu leiktíð.

„Ef þú hefur séð hvernig Napoli spilaði á síðustu leiktíð þá sérðu að það var mjög, mjög aðlaðandi og mjög gott.”

„Það mun taka smá tíma fyrir þá að aðlagast taktíkinni en þeir gætu verið mjög erfiðir við að vega. Einnig Liverpool. Þeir hafa keypt sterka leikmenn og verða sterkir.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×