Enski boltinn

Richarlison stóðst læknisskoðun hjá Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richarlison í baráttunni með Watford á síðasta tímabili.
Richarlison í baráttunni með Watford á síðasta tímabili. vísir/getty
Richarlison hefur gengist undir læknisskoðun hjá Everton og nú er fátt sem kemur í veg fyrir að hann verði leikmaður Everton.

Þessi 21 ára gamli framherji kemur frá Watford en talið er að hann verði dýrasti leikmaður í sögu félgasins. Kaupverð sem hljóðar upp á um fimmtíu milljónir punda.

Hann vann með Marco Silva, nýráðnum stjóra Everton, hjá Watford og Silva líkar það vel við hann að hann vill koma með hann til Everton.

Hann gekskt undir læknisskoðun hjá Everton í dag og engin vandamál komu þar upp aö sögn Sky Sports sem reiknar með að hann verði kynntur í fyrramálið.

Everton virðast ekki hættir á markaðnum því þeir eru einnig orðaðir við Lucas Digne og Yerri Mina. Báðir spila þeir með Barcelona í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×