Erlent

Ný lífsýni ógiltu nauðgunardóm

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Scott Harry Richardson er talinn hafa brotið á breskum ferðamanni árið 2016.
Scott Harry Richardson er talinn hafa brotið á breskum ferðamanni árið 2016. Facebook
Uppgötvun áður óþekktra lífsýna varð til þess að mál bresks karlmanns, sem í fyrra var fundinn sekur um að hafa nauðgað konu í Ástralíu, verður tekið upp aftur fyrir þarlendum dómstólum.

Scott Harry Richardson var gefið að sök að hafa ráðist að bandarískum bakpokaferðalangi árið 2016 en neitaði ávallt fyrir brotin. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu.

Við aðalmeðferðina í fyrra kom fram að konan hafi lagt sig í sófa en vaknað við það að karlmaður væri að brjóta á henni. Fyrrnefndur Richardson játaði að hafa verið á svæðinu og sagðist geta útskýrt það hvers vegna lífsýni hans fundust á vettvangi.

Hann hafði stokkið á konuna, sem búin var að draga sæng upp fyrir haus, því hann taldi hana vera vinkonu sína. Þegar upp komst um mistökin hafi hann beðist afsökunar og horfið á braut.

Ástralskir miðlar greindu svo frá því í gær að nýjar lífsýnarannsóknir hafi gefið vísbendingar sem kunni að renna stoðum undir sakleysi Richardson. Réttað verður því aftur í mál hans á næstu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×