Fótbolti

Sven-Göran að taka við Kamerún?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svíinn er seigur.
Svíinn er seigur. vísir/getty
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, kemur til greina sem næsti þjálfari Kamerún.

Þessi sjötugi Svíi hitti forráðamenn Kamerún í vikunni en þeir hafa leitað af þjálfara síðan Hugo Broos hætti með liðið í febrúar.

Knattspyrnusamband Kamerún gaf út yfirlýsingu skömmu eftir brottför Eriksson. Þeir sögðu að þeir myndu gefa út yfirlýsingu bráðlega varðandi framtíð liðsins.

Eriksson hafði verið í viðræðum við Írak um að taka við landsliði þeirra en hann þjálfaði lið Shenzhen í kínversku úrvalsdeildinni á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×