Fótbolti

„Eini leikmaðurinn í sögu Celtic með 100% hlutfall sem maður leiksins“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elmar í leik með AGF þar sem hann lék í tvö tímabil.
Elmar í leik með AGF þar sem hann lék í tvö tímabil. vísir/getty
Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður Elzagispor í Tyrklandi, sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni nú í kvöld.

Elmar var á mála hjá skoska stórveldinu Celtic á árunum 2004 til 2008 en spilaði bara einn leik fyrir aðallið félagsins.

Hann slær á létta strengi og segir að hann sé eini leikmaður félagsins sem hefur verið kosinn maður leiksins í 100% tilvika sem hann hefur spilað fyrir Celtic.

Leikurinn sem um ræðir var leikur gegn Hibernian tímabilið 2006/2007 en fleiri leiki spilaði Elmar ekki fyrir félagið. Hann gekk svo í raðir Lyn í janúar 2008.

Nú spilar Elmar með Elzagispor í B-deildinni í Tyrklandi en hann á 40 leiki að baki fyrir íslenska landsliðið og skorað eitt mark. Það kom í fræknum 2-0 sigri gegn Tyrkjum 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×