Erlent

71 árs maður barinn til óbóta

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segir málið rannsakað sem rán en útilokar ekki að um hatursglæp sé að ræða.
Lögreglan segir málið rannsakað sem rán en útilokar ekki að um hatursglæp sé að ræða.
Tveir grímuklæddir menn réðust á Sahib Singh, sem er 71 árs, þar sem hann var í morgungöngu sinni í Manteca í Kaliforníu í síðustu viku. Árásin náðist á myndband þar sem sjá má að annar árásarmaðurinn sparkar Singh tvisvar sinnum niður og hrækir á hann. Eftir það sparkar hann ítrekað í Singh þar sem hann lá í götunni.

Lögreglan segir málið rannsakað sem rán en útilokar ekki að um hatursglæp sé að ræða. Singh er Sikha-trúar.

Mennirnir tveir gengu að Singh þar sem hann var á göngu, en árásin átti sér stað skömmu eftir klukkan sex að morgni. Hann reyndi að ganga fram hjá þeim en þeir eltu hann og stigu í veg fyrir hann. Eftir stuttar viðræður sparkaði annar þeirra skyndilega í hann svo hann féll í götuna.

Singh stóð upp og reyndi að verja sig en maðurinn sparkaði hann aftur niður og hrækti á hann. Eftir það gengu mennirnir á brott.

Sami maðurinn og hafði sparkað í Singh hljóp þó til baka og sparkaði ítrekað í Singh þar sem hann lá í götunni. Þá virðist hann hrækja aftur á Singh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×