Erlent

Andlát 7 ára drengs rannsakað sem morð

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglan hefur gefið út að málið verði sannsakað sem morð
Lögreglan hefur gefið út að málið verði sannsakað sem morð Vísir/EPA
Andlát hins 7 ára gamla Joel Urhie verður rannsakað sem morð.  Urhie lést í bruna á heimili sínu í Deptford í suðaustur Lundúnum. Móðir Joels, Sophie og systir hans Sarah komust lífs af.

Að sögn lögreglu er talið að um íkveikju hafi verið að ráða en að Joel væri ólíklegt skotmark íkveikjunnar.

„Það er erfitt að ímynda sér að 7 ára drengur sé ástæða árásarinnar“ sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Jane Corrigan. „Við teljum að kveikt hafi verið í húsinu af ásettu ráði“ bætti Corrigan við í samtali sínu við BBC.

Þrjú voru í húsinu þegar íkveikjan varð, móðir drengsins og systir komust lífs af og stukku niður af annari hæð hússins. Þær liggja nú á sjúkrahúsi.

Enginn er enn sem komið er grunaður um verknaðinn sem átti sér stað stuttu rétt um klukkan 3:30 að staðartíma (2:30 á íslenskum tíma) í dag, 7.ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×