Fótbolti

Hannes fékk á sig mark í fyrsta leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes á EM í sumar.
Hannes á EM í sumar. vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Qarabag er liðið tapaði 1-0 fyrir Bate Borisov í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í þriðju umferð forkeppninnar en fara þarf í gegnum fjórar umferðir til að komast í riðlakeppni Meistaraeildarinnar.

Leikurinn var eins og áður segir fyrsti leikur Hannesar en hann fékk á sig eitt mark. Það kom á 36. mínútu en markið skoraði Stanislav Dragun.

Liðin mætast aftur eftir viku en þá er leikið í Bate. Qarabag þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk á útivelli ætli liðið sér að komast áfram í næstu umferð.

Arnór Ingvi Traustason spilaði fyrstu 45 mínútur er Malmö gerði 1-1 jafntefli við Vidi FC á heimavelli í sömu keppni.

Anders Christiansen kom Malmö yfir á 62. mínútu og Malmö því í fínum málum en átta mínútum fyrir leikslok jafnaði Loic Nego. Erfitt verkefni biður Malmö því í Ungverjalandi.

Viðar Örn Kjartansson var óvænt á bekknum hjá Maccabi tel Aviv sem gerði markalaust jafntefli við Pyunik í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Viðar Örn lék síðustu þrjár mínúturnar fyrir ísraelska liðið en liðin mætast eftir viku í Ísrael. Reikna má með að Viðar verði þar í eldlínunni en hann skaut Maccabi áfram úr síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×