Erlent

Þýskur flugvöllur rýmdur vegna mistaka í öryggisleit

Kjartan Kjartansson skrifar
Hluti af flugstöðvarbyggingu 1 í Fraknfurt var rýmdur vegna uppákomunnar.
Hluti af flugstöðvarbyggingu 1 í Fraknfurt var rýmdur vegna uppákomunnar. Vísir/EPA
Alþjóðaflugvöllurinn í Frankfurt í Þýskalandi var rýmdur að hluta til í dag eftir að fjölskyldu var hleypt í gegnum öryggisleit þrátt fyrir að merki um sprengiefni hafi fundist á þeim. Fjölda flugferða var aflýst vegna uppákomunnar.

Að sögn lögreglu má rekja rýminguna til mistaka öryggisvarðar. Fjögurra manna fjölskylda frá Frakklandi var síðar stöðvuð og skýrsla tekin af henni. Fólkinu var síðar leyft að ferðast áfram.

Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki liggja fyrir hvers vegna sprengiefnapróf í öryggisleitinni hefði skilað jákvæðri niðurstöðu. Einn fjölskyldumeðlimurinn er sagður hafa farið í gegnum leitina án þess að hafa gengist undir hana alla.

Miklar biðraðir hafa myndast á flugvellinum sem er sá stærsti í Þýskalandi. Tæplega fimmtíu ferðum var aflýst vegna rýmingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×