Fótbolti

Elsti leikmaður HM-sögunnar hættur með landsliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Essam El-Hadary.
Essam El-Hadary. vísir/getty
Essam El-Hadary hefur tilkynnt um að hann sé hættur að leika með landsliði Egypta eftir að hafa skráð sig á spjöld sögunnar á HM í Rússlandi í sumar.

El-Hadary er elsti leikmaður sem spilað hefur í lokakeppni HM en hann var 45 ára og 161 daga gamall þegar hann lék lokaleik Egypta gegn Sádi-Arabíu í sumar og varði meðal annars vítaspyrnu í 2-1 tapi. 

Bætti hann þar með met Kólumbíumannsins Faryd Mondragon sem var 43 ára og 3 daga gamall þegar hann spilaði á HM í Brasilíu 2014.

Hadary hefur leikið alls 159 landsleiki fyrir Egypta; þann fyrsta árið 1996. Hann varð fjórum sinnum Afríkumeistari með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×