Fótbolti

Albert á bekknum þegar PSV tapaði í vítaspyrnukeppni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína í dag
Albert fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína í dag vísir/getty
Það var boðið upp á stórleik í Hollandi í dag þegar stórveldin PSV Eindhoven og Feyenoord áttust við í leik meistara meistaranna.

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var á varamannabekk PSV og var ekki einn þeirra tveggja sem var skipt inná en þeir Hirving Lozano og Mauro Junior komu inn af bekknum.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaus og var þá farið beint í vítaspyrnukeppni.

Sextán vítaspyrnur þurfti til að útkljá um sigurvegara og fór að lokum svo að Jordy Clasie tryggði Feyenoord sigur í vítakeppninni, 5-6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×