Innlent

Eitt af fallegustu seglskipum heims í Reykjavíkurhöfn

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Baldur
Ítalska seglskipið Amerigo Vespucci sigldi að landi við Ægisgarð í Reykjavík snemma í morgun og verður í höfn fram á mánudagsmorgunn. Skipið er þriggja mastra seglskip sem hefur siglt um heiminn frá árinu 1931 og er talið eitt fallegasta skip heims.

Seglskipið er notað sem kennsluskip fyrir ítalska flotann og er Reykjavíkurhöfn þriðji viðkomustaður skipsins í árlegum þjálfunarleiðangri. Á skipinu starfa 124 liðsforingjar sem hafa verið í þjálfun frá því í byrjun júlí en heildarfjöldi á skipinu er um 450 manns.

Í þessari fyrstu heimsókn skipsins til landsins er landsmönnum boðið að skoða skipið og kynnast litla samfélaginu um borð. Opið verður fyrir almenning á morgun laugardag kl. 11-12:30 og 15-17. Einnig á sunnudag kl. 10-12:30 og 15-21. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×