Erlent

Sakfelld fyrir að reyna að drepa viðskiptavini 7-Eleven með öxi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árásin náðist á öryggismyndavélar í búðinni. Amati réðst á konu og karlmann sem voru þar að versla.
Árásin náðist á öryggismyndavélar í búðinni. Amati réðst á konu og karlmann sem voru þar að versla. Vísir/EPA
Áströls kona sem réðst á tvær manneskjur með öxi í verslun í Sydney í fyrra hefur verið sakfelld fyrir tilraun til manndráps.

Evie Amati er 26 ára og framdi voðaverkið í 7 Eleven-verslun aðfaranótt 7. janúar árið 2017. Árásin náðist á öryggismyndavélar í búðinni en Amati réðst á konu og karlmann sem voru þar stödd að versla. Hún hjó konuna í hnakkann og karlinn í andlitið. Fórnarlömbin komust lífs af úr árásinni en hlutu alvarleg meiðsl.

Amati réðst einnig á þriðja manninn fyrir utan búðina en sá skýldi sér fyrir höggunum með bakboka sínum. Hún var handtekin skömmu síðar.

Amati lýsti sig saklausa við réttarhöld í málinu á grundvelli þess að hún hafi verið í geðrofi. Hún sagði að andleg veikindi sín megi rekja til hormónameðferðar vegna kynleiðréttingarferlis. Kviðdómurinn hafnaði hins vegar þessum skýringum Amati.

Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Amati í september næstkomandi.

Amati gekk inn í verslunina um klukkan 2 aðfaranótt 7. janúar í fyrra.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×