Fótbolti

Ræddi við sérfræðinga í setti í miðjum leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guzan í beinu sambandi við sjónvarpsmenn.
Guzan í beinu sambandi við sjónvarpsmenn. vísir/getty
Stjörnulið MLS deildarinnar mætti Juventus í æfingaleik á aðfaranótt fimmtudags á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlanta en völlurinn hýsir bæði MLS leiki Atlanta United og NFL leiki Atlanta Falcons.

Leiknum lauk með sigri Juventus í vítaspyrnukeppni eftir að liðin skildu jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 1-1. Juve stillti upp nokkuð sterku liði þó skærustu stjörnurnar á borð við Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala hafi verið fjarri góðu gamni.

Brad Guzan, fyrrum markvörður Middlesbrough og Aston Villa, stóð í markinu hjá stjörnuliðinu og var í beinu sambandi við ESPN sjónvarpsstöðina og ræddi við sérfræðinga í setti á meðan á leiknum stóð eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni.

Þetta þekkist í bandarískum íþróttum því gjarnan eru leikmenn í NFL deildinni með hljóðnema á sér í leik og leyfa þar með sjónvarpsáhorfendum að upplifa átökin á vellinum með enn betri hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×