Fótbolti

Burnley áfram í Evrópukeppninni eftir framlengingu

Einar Sigurvinsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley.
Jóhann Berg í leik með Burnley. vísir/getty
Burnley er komið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Aberdeen. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, rétt eins og í fyrri leik liðanna og þurfti því að grípa til framlengingar þar sem Burnley hafði betur. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley.

Það tók Burnley ekki nema sex mínútur að komast yfir með marki frá Chris Wood. Aberdeen voru hins vegar fljótir að svara með marki frá Lewis Ferguson.

Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og var því gripið til framlengingar þar sem Burnley voru sterkari.

Á 101. mínútu skoraði Jack Cork og kom Burnley 2-1 yfir.

Skömmu síðar fiskaði Jóhann Berg Guðmundsson vítaspyrnu fyrir Burnley þegar fyrirgjöf hans fór í hendina á Andrew Considine í vítateig Aberdeen. Ashley Barnes fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Úrslitin þýða að Burnley er komið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Istanbul Basaksehir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×