Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin er undir þrýstingi um að beita sér í kjaraviðræðum. Þingmaður Viðreisnar segir að lækka þurfi vöruverð og vexti til að mæta kröfum launafólks. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við fjöllum líka um notkun kannabisefna með rafrettum eða svokölluðum veipum en einn af hverjum fimm sem kemur í áfengis- og vímuefnameðferð á Vogi neytir slíkra efna með kannabisolíu í rafrettum.

Þá förum við í samanburð á stöðu íslensku flugfélaganna en eiginfjárstaða Icelandair er tíu sinnum sterkari en eiginfjárstaða Wow Air. Sérfræðingur í greiningu hlutabréfa hjá Landsbankanum segir raunverulega ástæðu til að hafa áhyggjur af rekstri Wow Air en félagið hefur ekki ennþá birt ársreikning fyrir síðasta ár.

Einnig fjöllum við um búrkubannið svokallaða en danskir fjölmiðlar skiptast algjörlega í tvær fylkingar í afstöðu til þess.

Hægt er að horfa á kvöldfréttir Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×