Fótbolti

Thierry Henry hefur ekki verið í viðræðum við KSÍ eða önnur félög

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry var aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar.
Thierry Henry var aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty
Thierry Henry hætti á dögunum störfum sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi til að einbeita sér að framtíðardraumum sínum sem knattspyrnustjóri.

Frá þeim tíma hefur franska knattspyrnugoðsögnin við orðuð við hin ýmsu knattspyrnulið, bæði félög og landsliðs, og það varð til þess að Thierry Henry ákvað að setja inn formlega tilkynningu á Twitter.

Thierry Henry segir þar að það sé ekkert til í því að hann hafi verið í viðræðum við einhver félög eða knattspyrnusambönd.

Knattspyrnusamband Íslands er að leita að eftirmanni Heimis Hallgrímssonar sem hætti með íslenska karlalandsliðið á dögunum en KSÍ hefur ekki rætt við Thierry Henry.

Það staðfestir Thierry Henry í þessari yfirlýsingu sinni sem má sjá hér fyrir neðan.

Henry segir þar að hvorki hann né ráðgjafar hans hafa verið í slíkum viðræðum.

„Það hefur alltaf verið stefnan mín að vera þolinmóður og taka mér góðan tíma í að finna réttu ákvörðunina,“ skrifaði Thierry Henry.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×