Fótbolti

England íhugar að halda HM2030

Einar Sigurvinsson skrifar
David Beckham og Vilhjálmur Bretaprins tóku þátt í að kynna HM umsókn Englands fyrir árið 2018.
David Beckham og Vilhjálmur Bretaprins tóku þátt í að kynna HM umsókn Englands fyrir árið 2018. afp
Enska knattspyrnusambandið íhugar að sækja um að fá að halda Heimsmeistaramótið 2030.

Formaður sambandsins, Greg Clarke, segir að vinna muni fara af stað í að skoða möguleika Englands í umsóknarferlinu, en engin ákvörðun verði tekin fyrr en á næsta ári.

Enska knattspyrnusambandið lagði mikið í umsókn sína um fyrir Heimsmeistaramótið í ár, en tapaði fyrir Rússlandi. Því er alls óvíst að enska knattspyrnusambandið muni leggja í slíka vinnu á ný.

Heimsmeistaramótið 2030 mun marka 100 ára afmæli keppninnar, en hún var fyrst haldin í Úrúgvæ árið 1930. Því er talið líklegt að Úrúgvæ munu óska eftir að fá að halda mótið á nýjan leik, í samstarfi með Argentínu og Paragvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×