Fótbolti

Arsenal vann Chelsea eftir vítaspyrnukeppni

Einar Sigurvinsson skrifar
Lacazette setti jafnaði fyrir Arsenal á 95. mínútu.
Lacazette setti jafnaði fyrir Arsenal á 95. mínútu. vísir/getty
Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram sigurvegara þegar Arsenal og Chelsea mættust í International Champions æfingamótinu í dag. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Það tók Chelsea ekki nema fimm mínútur að komast yfir í leiknum með marki frá Antonio Rüdiger. Það var síðan í blálok leiksins sem Alexandre Lacazette jafnaði í 1-1 og var því gripið til vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnina vann Arsenal með sex mörkum gegn fimm, en Ruben Loftus-Cheek var eini leikmaður beggja liða til þess að klikka á vítaspyrnu.

Vítaspyrnumörk Arsenal skoruðu þeir Alexandre Lacazette, Reiss Nelson, Mattéo Guendouzi, Ainsley Maitland-Nile, Mesut Özil og Alex Iwobi.

Fyrir Chelsea skoruðu þeir Danny Drinkwater, Tammy Abraham, Victor Moses Emerson Palmieri og Lucas Piazon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×